• mán. 22. ágú. 2005
  • Landslið

Tvær úr íslenska hópnum leika í Svíþjóð

Erla Steina Arnardóttir
Alidkv2004-0297

Tveir leikmenn úr landsliðshópi kvenna sem mætir Svíum í undankeppni HM 2007 næstkomandi sunnudag leika í Allsvenskan, sænsku úrvalsdeildinni. Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir leikur með Malmö og Erla Steina Arnardóttir með Mallbacken.

Sænskir fjölmiðlar segja að Erla Steina, sem kom til Mallbacken frá Stattena fyrir þetta keppnistímabil, leiki nánast á heimavelli þegar Svíar taka á móti íslenska liðinu þar sem leikið er á Nobelstadion í Karlskoga, sem er í nágrenni við heimavöll Mallbacken.

Leikurinn fer fram sunnudaginn 28. ágúst og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.