• mán. 22. ágú. 2005
  • Landslið

Erla Hendriksdóttir heiðruð fyrir að leika 50 landsleiki

Erla tekur við viðurkenningu frá formanni KSÍ
erla_hendriks_50leikir

Erla Hendriksdóttir fékk afhenta sérstaka viðurkenningu frá KSÍ eftir leik Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM 2007 á sunnudag fyrir að leika 50 leiki fyrir A landslið kvenna.

Erla, sem leikur með Skovlunde IF í Danmörku, hefur leikið 53 leiki fyrir kvennalandsliðið og skorað í þeim 4 mörk, auk þess sem hún hefur borið fyrirliðabandið 8 sinnum.

Kvennalandsliðið vann sem kunnugt er Hvít-Rússa með þremur mörkum gegn engu og mætir Svíum ytra næstkomandi sunnudag.