Ísland í 94. sæti á styrkleikalista FIFA
A landslið karla er í 94. sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í vikunni og fellur um tvö sæti frá því listinn var síðast gefinn út. Lítil breyting er á efstu 10 sætunum, en Frakkar falla þó um tvö sæti og eru nú í því níunda.
Brasilíumenn eru efstir sem fyrr, Argentínumenn í öðru sæti, Hollendingar í því þriðja og Tékkar í fjórða. Næstu þjóðir eru Mexíkó, Bandaríkin, England og Spánn, og þá Frakkar og Portúgalar.
Suður-Afríka er í 38. sæti, en rétt er að geta þess að viðureign Íslendinga og Suður-Afríkumanna telur ekki til stiga á styrkleikalistanum fyrr en í næsta mánuði.