Vinsæll alþjóðlegur leikdagur
Landsleikur Íslands og Suður-Afríku fór fram á alþjóðlegum leikdegi fyrir landslið karla. Dagurinn virðist hafa verið óvenju vinsæll hjá knattspyrnusamböndum í Evrópu og tóku 49 þeirra þátt í landsleikjum þennan dag.
12 lönd í Evrópu léku í undankeppni HM í Þýskalandi, 37 lönd til viðbótar tóku þátt í vináttuleikjum og eru þá aðeins 3 lönd eftir innan UEFA (alls 52 sambönd) sem ekki léku, en það voru Lúxemborg, Moldóva og San Marínó.