• fim. 18. ágú. 2005
  • Landslið

Fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2007

Áfram Ísland!
aframisland

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM 2007 á Laugardalsvelli á sunnudag kl. 14:00. Um er að ræða fyrsta leik liðsins í riðlinum og eina heimaleikinn á árinu. Aðgangur á leikinn er ókeypis og er fólk því hvatt til að mæta og styðja við bakið á íslenska liðinu, því mikilvægt er að hefja keppnina vel.

Í riðlinum, auk Íslands og Hvíta-Rússlands, eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland.

Ísland og Hvíta-Rússland hafa aldrei áður mæst í A-landsleik kvenna.

Úrslitakeppni Heimsmeistaramóts kvennalandsliða verður leikin í Kína árið 2007.