• mið. 17. ágú. 2005
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Suður-Afríku

Eiður Smári og Heiðar eru í framlínunni
Alid20020060

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Suður-Afríku, en liðin mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Leikkerfið er 4-5-1, sem gæti þó einnig verið túlkað sem 4-4-2.

Í markinu stendur Árni Gautur Arason.

Hægri bakvörður er Kristján Örn Sigurðsson og vinstra megin er Indriði Sigurðsson. Miðverðir eru Auðun Helgason og Stefán Gíslason.

Á miðjunni eru Arnar Þór Viðarsson og Kári Árnason. Tryggvi Guðmundsson leikur á vinstri kanti og Grétar Rafn Steinsson á þeim hægri.

Fremstur á miðjunni er fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen, sem leikur aðeins fyrir aftan framherjann Heiðar Helguson.

20 manna landsliðshópur