• mán. 15. ágú. 2005
  • Landslið

Bafana-Bafana

Úr landsleik með Suður-Afríku
sudurafrika_mynd

Suður-Afríkumenn eru fótboltaóðir, enda er álíka mikil stemmning á áhorfendapöllunum þar í landi og oft sést í myndum frá leikjum í Suður-Ameríku. Uppgangur knattspyrnu þar í landi hefur verið mikill síðan upp úr 1990, en þá lauk aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í landinu og Suður-Afríka hóf aftur þátttöku í alþjóðlegum knattspyrnumótum.

Suður-Afríkumenn kalla landsliðið sitt "Bafana-Bafana", sem á íslensku gæti útlagst sem "Strákarnir okkar".