• fös. 12. ágú. 2005
  • Fræðsla

Howard Wilkinson búinn að meta UEFA A umsókn KSÍ

Howard Wilkinson
Howard_Wilkinson

Howard Wilkinson hinn þekkti enski þjálfari sem m.a. þjálfaði lið Sheffield Wednesday, Leeds og landslið Englands heimsótti KSÍ dagana 10.-12.ágúst að meta UEFA A umsókn KSÍ í þjálfaramenntun.  Howard kom til landsins á vegum UEFA m.a. til þess að fylgjast með verklegum prófum á KSÍ VII þjálfaranámskeiðinu sem er í gangi um þessar mundir. 

Á miðvikudag fylgdist Howard með æfingu Sigurðar Jónssonar hjá meistaraflokki Víkings og á fimmtudag fylgdist hann með æfingu Magna Fannbergs Magnússonar hjá 2. flokki karla hjá HK.  Báðir þjálfararnir luku sínum verklegu prófum með sóma og Howard lýsti yfir mikilli ánægju með það sem hann hefur séð á þjálfaranámskeiðum KSÍ.   

Þann 27. september næstkomandi mun Howard gefa skýrslu til UEFA og þá mun hann mæla með því að UEFA A umsókn KSÍ að þjálfarasáttmála UEFA verði samþykkt.  

Þegar samþykki hefur fengist getur KSÍ boðið íslenskum þjálfurum upp á UEFA A gráðu í þjálfaramenntun en sú gráða er viðurkennd í flestum löndum Evrópu. 

Howard Wilkinson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ funda um þjálfaranámskeið KSÍ

Howard Wilkinson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ á fundi um UEFA A umsókn KSÍ.