• fim. 11. ágú. 2005
  • Landslið

A landslið kvenna gegn Hvíta-Rússlandi og Svíþjóð

Systurnar Ásthildur og Þóra Helgadóttir
Alidkv1998-0010

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Svíþjóð í undankeppni HM.  Hvít-Rússar leika hér á landi 21. ágúst, en íslenska liðið heldur síðan til Svíþjóðar og leikur við heimamenn á Nobelstadion í Karlskoga 28. ágúst.

Gríðarleg reynsla er í íslenska liðinu sem ætti að nýtast vel í leikjunum tveimur.

Jörundur Áki stýrir nú liðinu í fyrstu mótsleikjum sínum síðan hann tók aftur við liðinu, en hann var við stjórnvölinn í 10 leikjum á árunum 2001-2003.

Olga Færseth á við meiðsli að stríða og getur því ekki verið með.

Gegn Hvít-Rússum mun Ásthildur Helgadóttir leika sinn fyrsta mótsleik fyrir Ísland síðan í september 2003, í 3-2 sigri gegn Pólverjum í undankeppni EM í Bydgoszcz, en hún meiddist í vináttuleik gegn Skotum í mars árið á eftir.

Landsliðshópurinn