• mið. 10. ágú. 2005
  • Landslið

Eitt tap í tíu leikjum á árinu hjá Suður-Afríku

Fyrirliðar Ghana og Suður-Afríku heilsast fyrir leik
sudurafrika_ghana_2005

Landslið Suður-Afríku hefur leikið 10 landsleiki það sem af er árinu - unnið fimm, gert fjögur jafntefli og tapað einum. 

Eina tap þeirra hingað til var gegn Ghana í júní í undankeppni HM 2006.  Á myndinni hér til hliðar sjást fyrirliðar Ghana (Appiah, til vinstri) og Suður-Afríku (Mokoena) heilsast fyrir leikinn.

Aðeins einn sigur hefur þó komið í síðustu fimm leikjum, gegn Mexíkó í fyrsta leik liðsins á Gold Cup í Bandaríkjunum í júlí, þar sem Suður-Afríka féll úr keppni í 8-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni gegn Panama.

Vináttulandsleikur Íslands og Suður-Afríku fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 17. ágúst kl. 20:00 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.