• sun. 07. ágú. 2005
  • Landslið

Danir Norðurlandameistarar

NM U17 karla
nm_u17karla_2005_logo

Danir lögðu Svía í vítaspyrnukeppni á Fjölnisvelli í dag í leik um 3. sætið á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla. Þeir eru jafnframt Norðurlandameistarar þar sem það verða Írar og Englendingar sem mætast í úrslitaleik mótsins á Laugardalsvelli kl. 14:00 í dag.

Íslendingar lögðu Finna með fjórum mörkum gegn tveimur í leik um 7. sætið á ÍR-velli. Íslenska liðið var sterkara lengst af og var sigurinn verðskuldaður. Mörk Íslands gerðu þeir Hilmir Ægisson, Rafn Andri Haraldsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson (2).

Norðmenn tryggðu sér 5. sætið á mótinu með eins marks sigri á Færeyingum á Varmárvelli í Mosfellsbæ.