• fös. 05. ágú. 2005
  • Landslið

Írland og England leika til úrslita á Opna NM

NM U17 karla
nm_u17karla_2005_logo

Það verða tvær gestaþjóðir, England og Írland, sem leika til úrslita á Opna Norðurlandamóti U17 landsliða karla sem fram fer hér á landi.  Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli á sunnudag og hefst kl. 14:00. 

Íslendingar léku gegn Norðmönnum á Kaplakrikavelli í dag og biðu lægri hlut, 0-1.  Norðmenn voru sterkari í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora þrátt fyrir fjölmörg tækifæri. 

Í síðari hálfleik sóttu okkar drengir í sig veðrið og sóttu grimmt.  Norðmenn misstu að auki mann af velli með rautt spjald, en íslenska liðinu tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og þeir norsku læddu inn marki seint í leiknum.

Írar lögðu Dani með þremur mörkum gegn einu, Englendingar unnu góðan sigur á Svíum, og Finnar gerður jafntefli gegn Færeyingum.

Íslendingar leika um 7. sætið á mótinu gegn Finnum, en liðin mætast á ÍR-velli á sunnudag kl. 11:00.  Á sama tíma leika Noregur og Færeyjar um 5. sætið á Varmárvelli í Mosfellsbæ og Danir mæta Svíum í leik um 3. sætið á Fjölnisvelli. 

Sigurvegarinn í viðureign Dana og Svía stendur uppi sem Norðurlandameistari.