Fjögurra marka tap í fyrsta leik hjá Íslandi
Íslandi tapaði með fjórum mörkum gegn engu í fyrsta leik liðsins á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer hér á landi. Mótherjarnir í dag þriðjudag, Danir, voru einfaldlega mun sterkari í leiknum á KR-vellinum og áttu sigurinn fyllilega skilinn.
Fyrsta markið kom strax á fimmtu mínútu leiksins og annað markið var sjálfsmark íslenska liðsins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Danir gerðu síðan út um leikinn með tveimur mörkum í byrjun síðari hálfleiks.
Í hinum leik A-riðils lögðu Írar Norðmenn með þremur mörkum gegn tveimur, en þessi lið mættust á Fylkisvelli í Árbæ.
Í B-riðli gerðu Svíar og Færeyingar 1-1 jafntefli og Englendingar lögðu Finna í hörkuleik, 3-2.