Knattspyrnuskóli Íslands 2005 á Sauðárkróki
Knattspyrnuskóli Íslands 2005 (skoða pdf)
KNATTSPYRNUSKÓLI ÍSLANDS 2005 verður haldinn á SAUÐÁRKRÓKI 28. júlí - 1. ágúst nk. Að þessu sinni verður skólinn haldinn í samvinnu við KNATTSPYRNUAKADEMÍU ÍSLANDS.
Skólinn, sem nú er haldinn sjöunda árið í röð, er spennandi og vímulaus
valkostur fyrir unglinga frá 11-17 ára aldri, eða fyrir 3. - 5. flokk og yngsta
árið í 2. flokki. Hundruð krakka af öllu landinu hafa sótt skólann og farið
þaðan með ógleymanlegar minningar.
Tilgangurinn með tímasetningunni er að bjóða uppá vímulausan valkost fyrir
unglinga um verslunarmannahelgina. Tilgangurinn með skólanum er að kenna tækni, taktík og gildi rétts hugarfars.
Skólasetning er fimmtudaginn 28. júlí kl. 14:00 í Fjölbrautaskólanum. Mæting
11:00-13:00 þann sama dag. Skólaslit verða mánudaginn 2. ágúst kl. 14:00.
Kennarar eru reyndir þjálfarar og íþróttakennarar. Skólastjóri er Bjarni
Stefán Konráðsson, íþróttafræðingur og þjálfari.Þekktir þjálfarar og leikmenn koma í heimsókn.
Skráning og upplýsingar eru hjá bjarnist@mr.is, á www.knattspyrnuskolinn.net og
í síma 695-4504 (Bjarni Stefán)
Verð er kr. 15.900. Innifalið er:
Sjö æfingar og knattspyrnumót, fullt fæði og húsnæði (svefnpokagisting í Fjölbrautaskólanum), peysa, bakpoki, þátttökupeningur, viðurkenningarskjal frá Knattspyrnusambandi Evrópu, fótbolti, frítt í sund, hæfileikakeppni o.fl., fyrirlestrar lækna, sjúkraþjálfara, rannsóknarlögreglunnar, dómara o.fl.
Örugg gæsla allan sólarhringinn!