• þri. 05. júl. 2005
  • Landslið

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Noregi

Erna Þorleifsdóttir
erna_thorleifsdottir

Erna Þorleifsdóttir, þjálfari U17 landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Noregi, en liðin mætast á Opna Norðurlandamótinu í Þrándheimi í Noregi í dag og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Óljóst var með þátttöku Guðrúnar Erlu, fyrirliða liðsins, sem fékk högg á framanvert lærið í leiknum gegn Dönum í gær, en hún mun þó byrja leikinn.

Hlýtt er í veðri í Þrándheimi, um 28 stiga hiti og sólskin.  Þó er nokkur gola, þannig að hitinn hefur minni áhrif en ella.

Leikjaniðurröðun og stöðutöflur má sjá í valmyndinni hér til hægri - MÓT LANDSLIÐA.

Byrjunarlið Íslands

Markvörður:

Ása Dögg Aðalsteinsdóttir.

Varnarmenn:

Hægri bakvörður - Anna Guðmundsdóttir.

Vinstri bakvörður - Hekla Pálmadóttir.

Miðverðir - Guðrún Erla Hilmarsdóttir (fyrirliði) og Agnes Þóra Árnadóttir.

Tengiliðir:

Hægri kantur - Sandra Sif Magnúsdóttir.

Miðja - Kristrún Kristjánsdóttir (aftarlega á miðjunni), Hlín Gunnlaugsdóttir og Rósa Húgósdóttir.

Vinstri kantur - Guðný Björk Óðinsdóttir.

Framherji:
Laufey Björnsdóttir.