• mán. 04. júl. 2005
  • Landslið

Byrjunarlið U17 kvenna gegn Dönum á NM í Þrándheimi

Knattspyrnusamband Íslands
ksi_merki

U17 landslið kvenna leikur í dag fyrsta leik sinn í Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi.  Mótherjar Íslands í dag eru Danir og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum og að lokinni riðlakeppni er leikið um sæti.  Yfirlit yfir leiki í mótinu má skoða í flettistikunni hér til hægri - MÓT LANDSLIÐA.

Erna Þorleifsdóttir, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið byrjunarlið Íslands í dag og verður leikkerfið 4:5:1.

Markvörður

Ása Dögg Aðalsteinsdóttir

Vörn 
Hægri bakvörður:  Anna Guðmundsdóttir
Miðverðir:  Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Agnes Þóra Árnadóttir
Vinstri bakvörður:  Hekla Pálmadóttir

Miðja
Hægri kantur:  Laufey Björnsdóttir
Miðja:  Kristrún Kristjánsdóttir, Hlín Gunnlaugsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir (fremst)
Vinstri kantur:  Rúna Sif Stefánsdóttir

Sókn
Sandra Sif Magnúsdóttir

 

Týndur farangur

Íslenska liðið lenti í nokkrum hrakningum á leið sinni til Þrándheims, því allur farangur liðsins týndist, en skilaði sér þó að lokum.  Liðið fékk lánaðan æfingaútbúnað frá norska knattspyrnusambandinu, en leikmönnum landsliða er alltaf uppálagt að vera með skóbúnað í handfarangri, þannig að liðið gat æft í gær samkvæmt áætlun.