• þri. 28. jún. 2005
  • Fræðsla

Þátttaka í grasrótarviðburðum

UEFA
uefa_merki

UEFA hefur ákveðið að veita þátttakendum í grasrótarviðburðum í aðildarlöndum sínum viðurkenningu.  

Sérstakt viðurkenningarskjal er þannig veitt fyrir þátttöku í t.d. knattspyrnuskólum, opnum mótum félaga o.þ.h.

Aðildarfélög KSÍ eru eindregið hvött til að veita iðkendum viðurkenningu UEFA fyrir þátttöku í grasrótarviðburðum.

Mikilvægt er að félög haldi utan um fjölda viðurkenninga sem gefnar eru út og sendi KSÍ upplýsingar að hausti.

Smellið hér að neðan til að sækja viðurkenningarskjalið sem nota á.  Athugið að ekki er hægt að breyta skjalinu að öðru leyti en því að sett eru inn nöfn þátttakenda og nafn viðburðar.

Dæmi:  Jón Jónsson tók þátt í Essó móti KA dagana 29. júní - 3. júlí 2005.

Einnig er hægt að prenta skjalið út og handskrifa á það nauðsynlegar upplýsingar.

Mælt er með því að við útprentun sé hakað við "scale to fit paper".

KSÍ mælir eindregið með því að aðildarfélög notfæri sér hjálagt viðurkenningarskjal UEFA og afhendi líka iðkendum skjalið fyrir viðburði sem búnir eru í sumar, eins og t.d. Shellmót í Vestmannaeyjum.

Viðurkenningarskjal UEFA fyrir þátttöku í grasrótarviðburðum