Ráðstefna UEFA um upplýsingatækni
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Ómar Smárason, leyfisstjóri og umsjónarmaður ksi.is, sóttu fyrr í mánuðinum ráðstefnu um upplýsingatækni sem UEFA stóð fyrir í Nyon í Sviss.
Um var að ræða fjölmenna ráðstefnu og áttu öll aðildarlönd UEFA fulltrúa.
Meðal viðfangsefna voru þróun og notkun upplýsingatækninnar í knattspyrnuhreyfingunni í nútíð og framtíð.
Kynntir voru ýmsir möguleikar á þessu sviði og sýndu nokkur knattspyrnusambönd lausnir sínar, t.d. mótakerfi, gagnagrunna, vefumsjónarkerfi og heimasíður.