Guðni á UEFA ráðstefnu um þjálfaramenntun
Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari U-19 liðs karla og kennari á þjálfaranámskeiðum KSÍ sótti á dögunum 15. ráðstefnu UEFA um þjálfaramenntun fyrir hönd KSÍ. Ráðstefnan var haldin í Amsterdam, Hollandi 30. maí – 3. júní.
Guðni hefur skilað inn gögnum af ráðstefnunni og þeir sem hafa áhuga geta nálgast þessi gögn á skrifstofu KSÍ. Ráðstefnan hét að þessu sinni: “Winning”. Meðal fyrirlesara voru Frans Hoek, Gérard Houllier, Andy Roxburgh fræðslustjóri UEFA og fleiri.
Guðni mun væntanlega einnig flytja stuttan fyrirlestur um þessa ráðstefnu síðar í sumar á KSÍ/ÍSÍ ráðstefnunni sem er fyrirhuguð 8.ágúst næstkomandi.
Nánari upplýsingar um þjálfaramenntun veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is).