Þjálfari Afríku úrskurðaður í tveggja mánaða leikbann
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 20. júní síðastliðinn að úrskurða Mostafa Marinó Anbari, þjálfara Afríku, í tveggja mánaða leikbann.
Eftir leik Augnabliks og Afríku í VISA-bikarnum 20. maí síðastliðinn kom í ljós að Afríka skráði Abdel Hamid Oulad Idriss á leikskýrslu þrátt fyrir að hann tæki ekki þátt í leiknum.
Hið sanna er að Dejan Bilic lék leikinn en nafn hans var ekki skráð á leikskýrsluna. Dejan Bilic var á þeim tíma ekki kominn með leikheimild með Afríku.
Sakir þessa ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum 20. júní að úrskurða í samræmi við greinar 4.3.4. og 4.4.4. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, Mostafa Marinó Anbari þjálfara Afríku í ofangreindum leik í tveggja mánaða leikbann, nánar tiltekið frá 20. júní til og með 19. ágúst.
Jafnframt er félagið sektað um kr. 12.000.