• þri. 21. jún. 2005
  • Landslið

Norðurlandamót U17 landsliða karla

NM U17 karla
nm_u17karla_2005_logo

Dagana 1. - 8. ágúst næstkomandi fer fram Norðurlandamót U17 landsliða karla í Reykjavík og nágrenni.

Alls taka 8 lið þátt í mótinu, Norðurlandaþjóðirnar sex auk Englands og Írlands og er leikið í tveimur riðlum.

Til þess að mót eins og þetta gangi vel fyrir sig þarf góðan hóp sjálfboðaliða að koma að framkvæmd mótsins og þá einkum fylgdarmenn fyrir gestaliðin á æfingar og í leiki.

KSÍ leitar því að sjálfboðaliðum til að starfa að mótinu. Góð tungumálakunnátta (enska eða eitthvert Norðurlandamál) er að sjálfsögðu skilyrði .

Áhugasamir aðilar eru hvattir til að hafa samband við Gunnar Gylfason hjá KSÍ sem fyrst (gunnar@ksi.is).