Eiður Smári sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Englandsmeistara Chelsea, var í dag, 17. júní, sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
Eiður Smári var í hópi 12 Íslendinga sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi heiðursmerki við athöfn á Bessastöðum.
Eiður Smári hlaut riddarakross fyrir afrek á sviði knattspyrnuíþróttarinnar.