• mið. 08. jún. 2005
  • Landslið

Stór áfangi hjá Brynjari Birni

Brynjar Björn Gunnarsson
brynjar_bjorn_gunnarsson

Brynjar Björn Gunnarsson lék sinn 50. A-landsleik fyrir Íslands hönd á Laugardalsvellinum í kvöld, þegar Íslendingar mættu Maltverjum í undankeppni HM 2006.

Brynjar, sem skorað hefur þrjú mörk fyrir landsliðið, lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Makedóníu í undankeppni HM árið 1997.  Hann hefur einnig leikið fjölmarga leiki með U19 og U21 landsliðum Íslands.

Fyrsti A-landsleikur Brynjars:

Makedónía - Ísland 1-0 (0-0)

HM – Skopje 7. júní 1997.

Kristján Finnbogason, Arnar Grétarsson, Guðni Bergsson fyrirliði, Sigurður Jónsson, Lárus Orri Sigurðsson, Sigursteinn Gíslason (Ríkharður Daðason 84.), Brynjar Björn Gunnarsson (Arnar B. Gunnlaugsson 72.), Arnór Guðjohnsen (Helgi Sigurðsson 80.), Eyjólfur Sverrisson, Þórður Guðjónsson, Bjarki B. Gunnlaugsson.

Varamenn: Ólafur Gottskálksson, Hermann Hreiðarsson og Ágúst Gylfason.

Þjálfari:  Logi Ólafsson.

Áhorfendur:  13.000

Dómari:  ZHUK  Vadim (Hvíta- Rússland).