• mið. 08. jún. 2005
  • Landslið

Knattspyrnuskóli kvenna 2005

Landsliðskonur framtíðarinnar taka þátt í Knattspyrnuskóla KSÍ
U21kv2004-0016

Knattspyrnuskóli kvenna fer fram um næstu helgi að Laugarvatni.  Erna Þorleifsdóttir, landsliðsþjálfari U17 kvenna hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1991.

Sú breyting hefur verið gerð á knattspyrnuskólanum að nú tilnefnir hvert félag einn leikmann í stað tveggja áður.

Gestakennarar verða á flestum æfingunum og þar er von á góðum gestum, meðal annars þjálfurum úr Landsbankadeild kvenna og leikmönnum úr A landsliði kvenna.

Meðal þess sem leikmenn þurfa að taka með sér er:

  • Sundföt og handklæði
  • Innanhússfótboltaföt + skór
  • Utanhússfótboltaföt + skór + legghlífar
  • Sængurföt (svefnpoki / sæng / koddi)
  • Hlý föt + vindgalla
  • Snyrtidót
  • Inniskór
  • Vatnsbrúsi

Mæting er stundvíslega kl. 11:30 sunnudaginn 12. júní á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli.

Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför. Kostnaður er kr. 10.000 fyrir hvern þátttakanda og eru ferðir til og frá Laugavatni innifaldar í gjaldinu, sem og fullt fæði og gisting.

Ætlast er til þess að leikmenn borði ekki sælgæti á meðan á dvöl þeirra í skólanum stendur.

 Hópurinn

Nafn

Félag

Andrea Ýr Gústavsdóttir

Valur

Dagný Brynjarsdóttir

KFR

Ellen Þ Blöndal

Haukar

Eva María Káradóttir

ÍBV

Fanney Þórunn Kristinsdóttir

Keflavík

Guðbjörg U Hallgrímsdóttir

Selfoss

Hafrún Olgeirsdóttir

Völsungur

Hildur Þóra Friðriksdóttir

Ægir

Ingiborg Jóhanna Kjerúlf

Leiknir F.

Íris Ósk Valmundsdóttir

Fjölnir

Íunn Eir Gunnarsdóttir

Þór Ak.

Karen Rut Ólafsdóttir

Þróttur

Karen Sif Stefánsdóttir

Magni

Katrín Mjöll Halldórsdóttir

Höttur

Katrín Reimarsdóttir

KA

Kristín Emilsdóttir

Einherji

Kristín Harpa Sigurfinnsdóttir

Grindavík

Laufey Lilja Ágústsdóttir

Grundarfj.

María Petra Björnsdóttir

KS

Oddný Sigurbergsdóttir

Stjarnan

Rakel Björt Helgadóttir

KR

Silja Sif Kristinsdóttir

Fylkir

Sonja Geirsdóttir

Leiftur

Sunna Harðardóttir

Breiðablik

Þórhildur Stefánsdóttir

HK

Engin tilnefnd

FH


Dagskrá

Sunnudagur 12.júní

  • 11:30 Mæting á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli
  • 12:00 Brottför á Laugarvatn
  • 13:30 Fundur
  • 14:00 Horft á beina útsendingu frá landsleik Þýskalands og Frakklands í úrslitakeppni EM kvenna
  • 16:15 Æfing
  • 18:00 Kvöldverður
  • 19:45 Innanhússmót
  • 22:00 Kvöldhressing
  • 23:00 Hvíld

Mánudagur 13.júní

  • 08:15 Vakið / Morgunverður
  • 10:00 Æfing; Elísabet Gunnarsdóttir þj. U-21 landsliðs kvenna og Margrét L. Viðarsdóttir landsliðskona
  • 11:45 Hádegisverður
  • 13:00 Fyrirlestur; Næringarfræði - Steinar Aðalbjörnsson
  • 14:10 Æfing; Elísabet Gunnarsdóttir þj. U-21 landsliðs kvenna og Margrét L. Viðarsdóttir landsliðskona
  • 16:00 Hressing
  • 18:30 Kvöldverður
  • 20:00 kvöldvaka
  • 22:00 Kvöldhressing
  • 23:00 Hvíld

Þriðjudagur 14.júní

  • 08:15 Vakið / Morgunverður
  • 10:00 Æfing; Úlfar Hinriksson og Björn Kr. Björnsson þjálfarar hjá mfl. Breiðabliks
  • 12:00 Hádegisverður
  • 13.00 Fyrirlestur; Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ
  • 14:10 Æfing; Úlfar Hinriksson og Björn Kr. Björnsson þjálfarar hjá mfl. Breiðabliks
  • 16:00 Hressing
  • 16:15 Sund
  • 18:00 Kvöldverður
  • 18:30 Brottför til Reykjavíkur
  • 20:00 Landsbankadeild kvenna; Stjarnan- Breiðablik
  • 23:00 Kvöldhressing
  • 23:00 Hvíld

Miðvikudagur 15.júní

  • 08:15 Vakið / Morgunverður
  • 10:00 Æfing; Jörundur Áki Sveinsson þjálfari A-landsliðs kvenna, Ásthildur Helgadóttir landsliðsfyrirliði og Þóra B Helgadóttir landsliðsmarkvörður
  • 12:00 Hádegisverður
  • 14:00 Æfing; Jörundur Áki Sveinsson þjálfari A-landsliðs kvenna, Ásthildur Helgadóttir landsliðsfyrirliði og Þóra B Helgadóttir landsliðsmarkvörður
  • 16:00 Hressing
  • 16:15 Sund
  • 18:30 Kvöldverður
  • 20:00 Kvöldvaka
  • 22:00 Kvöldhressing
  • 23:00 Hvíld

Fimmtudagur 16.júní

  • 08:00 Vakið / Morgunverður
  • 09:00 Frágangur
  • 10:00 Æfing
  • 12:00 Hádegisverður
  • 13:00 Brottför
  • 14:30 Áætluð koma á skrifstofu KSÍ