Byrjunarliðið gegn Möltu
Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Möltu, en liðin mætast á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í kvöld. Uppstillingin er mikið breytt frá leiknum gegn Ungverjum á dögunum.
Gegn Möltu verður leikið með þrjá framherja, auk þess sem Eiður Smári hefur verið færður aftur á miðjuna í hlutverk leikstjórnanda.
Byrjunarlið Íslands (4-3-3):
Markvörður - Árni Gautur Arason
Hægri bakvörður - Grétar Rafn Steinsson
Vinstri bakvörður - Arnar Þór Viðarsson
Miðverðir - Auðun Helgason og Stefán Gíslason
Tengiliðir - Brynjar Björn Gunnarsson, Kári Árnason og Eiður Smári Guðjohnsen (F)
Framherjar - Tryggvi Guðmundsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Veigar Páll Gunnarsson