Byrjunarlið U21 karla gegn Möltu
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Möltu í undankeppni EM.
Liðin mætast á KR-velli í kvöld kl. 18:00.
Miðaverð fyrir 17 ára og eldri er aðeins kr. 500, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri.
Þrjár breytingar eru gerðar á byrjunarliðinu frá leiknum við Ungverja á Víkingsvelli síðastliðinn laugardag.
Tryggvi Sveinn Bjarnason fékk að líta rauða spjaldið gegn Ungverjum og er í leikbanni. Í hans stað kemur Ragnar Sigurðsson inn í miðja vörnina.
Sigmundur Kristjánsson verður ekki með vegna meiðsla og í hans stað á hægri kantinn kemur Viktor Bjarki Arnarsson.
Hörður Sveinsson kemur síðan inn í liðið fyrir Pálma Rafn Pálmason.
Sölvi Davíðsson og Garðar Gunnlaugsson komu inn í hópinn fyrir þá Sigmund og Tryggva, eins og greint var frá hér á vefnum.
Byrjunarlið Íslands (4-4-2):
Markvörður - Bjarni Þórður Halldórsson
Hægri bakvörður - Steinþór Gíslason
Vinstri bakvörður - Gunnar Þór Gunnarsson
Miðverðir - Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen
Hægri útherji - Viktor Bjarki Arnarsson
Vinstri útherji - Emil Hallfreðsson
Tengiliðir - Ólafur Ingi Skúlason (fyrirliði) og Davíð Þór Viðarsson
Framherjar - Hörður Sveinsson og Hannes Þorsteinn Sigurðsson