• mið. 01. jún. 2005
  • Landslið

Ungverjar léku gegn Frökkum á þriðjudag

Malouda, Rothén og Cissé fagna marki.
france_hungary

Ungverjar, mótherjar Íslands í undankeppni HM á laugardag, mættu Frökkum í vináttulandsleik í Metz í Frakklandi á þriðjudag og höfðu heimamenn betur, 2-1.

Frakkar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og skoruðu tvö mörk, en þar voru að verki Florent Malouda og Djibril Cissé. Szombor Kerekes svaraði fyrir Ungverja í síðari hálfleik.

Frakkar voru án margra lykilmanna í leiknum, en Thierry Henry, David Trezeguet og Patrick Vieira voru á meðal þeirra sem ekki léku með franska liðinu.