U21 karla leikur gegn Ungverjum á föstudag
U21 landslið karla leikur í undankeppni EM gegn Ungverjalandi á Víkingsvelli á föstudag kl. 18:00. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.
Með sigri í leiknum á íslenska liðið góða möguleika á að blanda sér verulega í baráttuna um efstu tvö sæti riðilsins.
Ungverjar eru jafnir Svíum í 2. sæti riðilsins með 9 stig eftir 5 leiki, en Íslendingar í 4. sæti með 6 stig eftir 4 leiki. Króatar eru efstir með 15 stig, fullt hús eftir 5 leiki.
Hannes Þ. Sigurðsson (sjá mynd) hefur þegar skorað 6 mörk í þeim 4 leikjum sem hann hefur tekið þátt í með íslenska liðinu í þessari undankeppni. Tekst honum að bæta við?
Fólk er hvatt til að skella sér í Víkina á föstudag og sjá þetta efnilega U21 lið etja kappi við Ungverja.
Allir á völlinn!