• mið. 01. jún. 2005
  • Lög og reglugerðir

Breyting á reglugerð um félagaskipti leikmanna

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 31. maí eftirfarandi breytingu á reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna:

C. ERLENDIR LEIKMENN

1. Gerist erlendur ríkisborgari leikmaður með íslensku liði telst hann hlutgengur hafi hann verið búsettur hér á landi í einn dag, sbr. þó grein A 4 hér að framan. Þó geta ekki fleiri en þrír leikmenn frá öðrum löndum en Evrópska Efnahagssvæðinu, Færeyjum og Grænlandi verið hlutgengir með 1. aldursflokki sama félags hverju sinni, samanber leikskýrslur í landsmótum viðkomandi árs. Óski félag eftir að afturkalla hlutgengi erlends leikmanns skal það gert með skriflegri tilkynningu til skrifstofu KSÍ, sem tekur gildi einni viku eftir að hún berst þangað.

Skýring:

Hér er skotið inn í aðra setningu 1. töluliðar orðunum viðkomandi árs. Þetta er gert til frekari skýringar og staðfestingar á vinnulagi skrifstofu KSÍ um nokkurra ára skeið. Leikmaður (utan EES svæðis) sem á fyrra ári yfirgaf félagið (og jafnvel landið) en óskar ekki eftir félagaskiptum telur ekki á nýju ári. Reglan um afskráningu er til staðar á hverju keppnistímabili.