• þri. 31. maí 2005
  • Landslið

Ungverjar hafa yfirhöndina í fyrri viðureignum

Ungverjar hafa yfirhöndina í innbyrðis viðureignum við Ísland í gegnum tíðina, hafa unnið fimm leiki en Íslendingar þrjá.  Síðustu þremur viðureignum þjóðanna hefur lyktað með ungverskum sigri, síðast í Búdapest í september síðastliðnum, þegar heimamenn unnu 3-2 í hörkuleik.

Ísland og Ungverjaland áttust við í tveimur vináttulandsleikjum árið 1988 og lyktaði þeim báðum með sömu markatölu, 3-0 sigri Ungverja.  Annar leikurinn fór fram á Laugardalsvelli en hinn í Búdapest.

Ísland vann næstu þrjár viðureignir liðanna, en Ungverjar hafa unnið síðustu þrjár, eins og fyrr segir.