• þri. 31. maí 2005
  • Landslið

Landsliðshópur Ungverja

Knattspyrnusamband Ungverjalands
hungary

Ísland og Ungverjaland mætast á Laugardalsvelli næstkomandi laugardag í undankeppni HM 2006. Lothar Matthaus, landsliðsþjálfari Ungverja, þykir vera á réttri leið með liðið, sem hefur bætt sig nokkuð á undanförnum árum.

Sterkustu leikmennirnir í ungverska hópnum eru almennt taldir vera markvörðurinn Gabor Király, sem leikur með Crystal Palace og er frægur fyrir að vilja helst leika í gráum jogging-buxum, leikstjórnandinn Zoltán Gera, sem var lykilmaður í því að West Brom náði að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni, og framherjinn Imre Szabics, sem hefur leikið vel með Stuttgart í þýsku Bundesligunni síðustu tvö ár.

Athyglisvert er að allir markverðirnir í ungverska hópnum leika utan heimalandsins, þar af tveir með liðum í Lundúnum á Englandi.

Landsliðshópur Ungverjalands

Markverðir:

Király (Crystal Palace FC)

Rabóczki (FC København)

Fülöp (Tottenham Hotspur FC)

Aðrir leikmenn:

Bodnár (Roda JC)

Éger (Debreceni VSC),

Gyepes (Ferencvárosi TC)

Juhász (MTK Hungária FC)

Komlósi (Debreceni VSC)

Stark (Györi ETO FC)

Vanczák (Újpesti TE)

Gera (West Bromwich Albion FC)

Hajnal (K. Sint-Truidense VV)

Huszti (Ferencvárosi TC)

Peto (NAC Breda)

Takács (Ferencvárosi TC)

N Tóth (Újpesti TE)

O Vincze (Györi ETO FC)

Bárányos (Matáv Football Club Sopron)

Kerekes (Debreceni VSC)

P Kovács (Viking FK)

Rajczi (Újpesti TE)

Szabics (VfB Stuttgart)