• fim. 19. maí 2005
  • Landslið

Góður árangur gegn Skotum

A landslið kvenna hefur náð góðum árangri gegn Skotum í gegnum tíðina.  Liðin hafa mæst alls fimm sinnum og hefur íslenska liðið unnið þrisvar, skoska liðið einu sinni og í eitt skipti skildu liðin jöfn. 

Fyrsti leikur A-landsliðs kvenna var einmitt gegn Skotum árið 1981.  Síðasta viðureign liðanna var í Egilshöll í mars 2004 og vann þá íslenska liðið öruggan 5-1 sigur. 

Skotar leika vináttulandsleik gegn Finnum í Turku í Finnlandi á föstudag og verða því væntanlega vel undirbúnir fyrir leikinn gegn Íslandi.