Fyrsti íslenski þjálfarinn með UEFA-Pro þjálfararéttindi
Norska knattspyrnusambandið hefur sent KSÍ bréf sem staðfestir að íslenski þjálfarinn Teitur Þórðarson hefur nú lokið UEFA-Pro þjálfaranámskeiði í Noregi. Teitur er því fyrstur íslendinga til að afla sér þessara þjálfararéttinda.
UEFA-Pro þjálfaragráðan veitir Teiti m.a. réttindi til að þjálfa félög í efstu deild í öllum löndum Evrópu sem eiga aðild að þjálfarasáttmála UEFA (39 lönd).
KSÍ vill nota tækifærið og óska Teiti Þórðarsyni til hamingju með þennan glæsilega áfanga!
Nánari upplýsingar um þjálfaramenntun í knattspyrnu veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is).