Úrskurðir aganefndar
Fyrsti fundur aganefndar KSÍ á knattspyrnusumrinu 2005 hefur farið fram, en nefndin fundar hvern þriðjudag allt keppnistímabilið.
Úrskurðir aganefndar eru birtir hér á vef KSÍ strax að fundi loknum og má finna á Mótavefnum, undir Úrskurðir aganefndar.
Minnt er á að í samræmi við ákvæði í reglugerð KSÍ um úrskurði aganefndar eru tilkynningar frá aganefnd sendar félögunum með tölvupósti.