Byrjunarliðið gegn Ítalíu
Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands í vináttuleiknum gegn Ítölum í kvöld. Leikaðferðin er sú sama og gegn Króötum, 4-2-3-1. Í markinu stendur Árni Gautur Arason, bakverðir eru þeir Kristján Örn Sigurðsson og Indriði Sigurðsson, miðverðir Ólafur Örn Bjarnason og fyrirliðinn Hermann Hreiðarsson. Fyrir framan vörnina leika Pétur Hafliði Marteinsson og Brynjar Björn Gunnarsson, og á miðjunni eru þeir Grétar Rafn Steinsson, Bjarni Guðjónsson og Gylfi Einarsson. Fremstur er síðan Hannes Sigurðsson. Leikurinn fer fram í Padova, hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og er sýndur á RAI Uno á breiðbandi Símans. |