• lau. 26. mar. 2005
  • Landslið

Byrjunarliðiðið gegn Króatíu

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfarar A landsliðs karla, hafa valið byrjunarliðið gegn Króatíu í undankeppni HM 2006. Leikið er í Zagreb og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á Sýn.

Leikaðferðin er 4-2-3-1 og má reikna með því að íslenska liðið leiki aftarlega á vellinum og reyni að beita skyndisóknum. Í markinu stendur Árni Gautur Arason, bakverðir eru þeir Kristján Örn Sigurðsson og Indriði Sigurðsson, miðverðir Ólafur Örn Bjarnason og fyrirliðinn Hermann Hreiðarsson. Fyrir framan vörnina leika Pétur Hafliði Marteinsson og Brynjar Björn Gunnarsson, og á miðjunni eru þeir Arnar Þór Viðarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Gylfi Einarsson. Fremstur er síðan Heiðar Helguson.