Sigursæll sem leikmaður og þjálfari
Landsliðsþjálfari Króatíu, Zlatko Kranjcar, á að baki farsælan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Kranjcar lék með Dinamo Zagreb í heimalandinu áður en hann hélt til Austurríkis, þar sem hann lék með SK Rapid í Vínarborg, vann austurrísku deildina tvisvar sinnum og bikarkeppnina þrisvar, og skoraði alls 130 mörk í 266 leikjum með félaginu. Sem þjálfari hefur hann starfað í Egyptalandi og Slóveníu, auk Króatíu þar sem hann hefur hampað meistaratitlinum þrisvar, auk þess að vinna bikarkeppnina tvisvar sinnum. Kranjcar tók við landsliði Króata í júlí 2002. |