Þjálfarar U21 liðanna hafa mæst áður
U21 landslið Króatíu og Íslands leika í undankeppni EM föstudaginn 25. mars næstkomandi. Þjálfarar liðanna eru ekki að mætast í fyrsta sinn, því þeir hafa nokkrum sinnum mæst sem leikmenn í þýsku Bundesligunni. Þjálfari króatíska liðsins er Slaven Bilic, sem gerði garðinn frægan með Everton og West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Bilic var um árabil leikmaður með Karlsruhe í Þýskalandi og lék þar m.a. gegn Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara íslenska liðsins, þegar hann var leikmaður hjá Stuttgart og Hertha Berlin. Þess má geta að þeir félagar eru jafnaldrar, báðir fæddir 1968. |