Leyfiskerfi KSÍ - Gæðavottun staðfest
UEFA staðfesti á mánudag gæðavottun Alþjóðlega vottunarfyrirtækisins SGS á skipulagi Leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess. Alls var staðfest gæðavottun hjá 50 af 52 knattspyrnusamböndum innan UEFA. Búist er við að vinnu við gæðavottun á leyfiskerfum knattspyrnusambanda Þýskalands og Frakklands ljúki í apríl. Með gæðavottun SGS er tryggt að leyfiskerfin uppfylli gæðastaðla UEFA og að skipulag og uppbygging sé eins á milli landa. |