Ráðstefna um Futsal-innanhússknattspyrnu
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, sækir UEFA-ráðstefnu um Futsal í Ostrava í Tékklandi 18. - 20. febrúar, í tengslum við úrslitakeppni EM í íþróttinni, sem fram fer á sama stað. Futsal er útfærsla á innanhússknattspyrnu sem leikin er víðs vegar um heiminn og verður vinsælli með hverju árinu sem líður, sérstaklega í Evrópu. Leikreglur er svipaðar og í þeirri innanhússknattspyrnu sem leikin er hér á landi, en þó með nokkrum frávikum, m.a. er leiktíminn 2 x 20 mín og stærð marka er sú sama og í handknattleik, þó svo leikmenn séu 5 í liði og þar af einn markvörður. |