Miðasala á úrslitakeppni HM 2006 hefst 1. febrúar
Þann 1. febrúar næstkomandi fara 812.000 miðar á leiki í úrslitakeppni HM 2006 í almenna sölu. Um er að ræða fyrsta lotu af fimm í sölu aðgöngumiða á keppnina og lýkur henni 1. apríl næstkomandi. Alls munu tæplega 3 milljónir miða fara í almenna sölu í þessum fimm lotum. Ekki verður um að ræða svokallað "fyrstir koma, fyrstir fá" fyrirkomulag, heldur sækja áhugasamir aðilar um miða og síðan er dregið úr umsóknum. Nánari upplýsingar er að finna á www.fifaworldcup.com. |