• mið. 05. jan. 2005
  • Fræðsla

Skráning er hafin í UEFA-B prófið

Skráning er hafin í UEFA-B prófið sem fram fer í Reykjavík 29. janúar næstkomandi klukkan 11:00 - 13:00. Undirbúningsfundur verður haldinn fyrir prófið og verður hann auglýstur síðar í vikunni.

Skráning í UEFA-B prófið fer fram með tölvupósti, þar sem taka þarf fram nafn (eins og það á að birtast á þjálfaraskírteini), kennitölu, fullt heimilisfang með póstnúmeri, GSM síma, netfang og fæðingarstað.

Myndataka fer fram að prófi loknu.

Þátttökurétt hafa allir sem lokið hafa fyrstu fjórum þjálfaranámskeiðum KSÍ (I, II, III og IV).

Þátttakendur sem óska eftir því að taka prófið annars staðar en í Reykjavík þurfa að hafa samband sem fyrst við Sigurð Ragnar, fræðslustjóra KSÍ, í síma 510-2909.