Nýjar reglur um val á knattspyrnufólki ársins
Á 2000. fundi sínum 18. mars síðastliðinn samþykkti stjórn KSÍ nýjar reglur um hvernig staðið skuli að vali á knattspyrnumanni og knattspyrnukonu ársins. Í samræmi við það var í nóvember á annað hundrað einstaklingum sem með einum eða öðrum hætti tengjast íslenskri knattspyrnu sent bréf og þeir beðnir um að velja þrjá bestu knattspyrnumenn og knattspyrnukonur ársins 2004. Niðurstaðan úr þessu vali liggur nú fyrir og mánudaginn 13. desember næstkomandi verður valið kunngert í móttöku á Nordica Hótel og viðurkenningar veittar fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum.