Dæmdu á Laugardalsvelli fyrir tveimur árum
A landslið kvenna mætir Noregi í tveimur leikjum í mánuðinum í umspili um sæti í lokakeppni EM. Dómararnir á fyrri leiknum, sem fram fer í Egilshöll miðvikudaginn 10. nóvember, hafa áður dæmt hér á landi. Þær Claudine Brohet (D), Véronique Geerts (AD) og Chantal Raepers (AD) frá Belgíu dæmdu leik Íslands og Spánar í undankeppni HM á Laugardalsvelli í maí 2002, sem Ísland vann 3-0. Fjórði dómari í þeim leik var Eyjólfur Á. Finnsson, sem gegnir einmitt sama hlutverki í Egilshöll 10. nóvember næstkomandi. |