Viðurkenning fyrir grasrótarstarf
UEFA ákvað í tilefni 50 ára afmælis sambandsins að veita viðurkenningu fyrir grasrótarstarf (Most valuable grassroots event) í öllum aðildarlöndum sínum. KSÍ hefur ákveðið að viðukenningin hér á landi komi í hlut Ungmennafélagsins Skallagríms í Borgarnesi. Félagið hlýtur viðurkenninguna fyrir KB-bankamótið sem haldið er fyrir félög frá byggðalögum í landinu með færri en 2.000 íbúa. KSÍ telur þetta vera mikilvægt framlag fyrir útbreiðslu knattspyrnunnar í minni bæjarfélögum landsins. Aðalsteinn Símonarson, formaður knattspyrnudeildar Skallagríms tók við verðlaununum, viðurkenningarskjali og 50 boltum frá UEFA í höfustöðvum KSÍ í morgun. Á myndinni hér til hliðar má sjá Aðalstein á milli Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, og Geirs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra KSÍ. |