• mán. 04. okt. 2004
  • Landslið

A kvenna mætir Norðmönnum í umspili

Ljóst er að Ísland mun leika gegn Noregi í umspili um sæti í lokakeppni EM kvennalandsliða, sem fram fer í Englandi á næsta ári, og mun fyrri leikurinn fara fram hér á landi. Ísland og Finnland náðu bestum árangri þeirra liða sem urðu í þriðja sæti í sínum riðli í undankeppninni og leika því gegn þeim tveimur liðum sem náðu bestum árangri í öðru sæti, en það voru Noregur og Rússland. Þar sem Ísland og Rússland voru saman í riðli í undankeppninni geta þau ekki mæst í umspili og þar með er ljóst að Ísland mætir Noregi og Rússland mætir Finnlandi. Leikdagar hafa ekki verið ákveðnir, en möguleikarnir eru 14. - 18. október, 8. - 14. nóvember og 6. - 12. desember.