• mið. 29. sep. 2004
  • Landslið
  • Fréttir

Byrjunarliðið gegn Bandaríkjunum

Helena Ólafsdóttir, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Bandaríkjunum í kvöld. Leikurinn fer fram á Heinz-Field leikvanginum í Pittsburgh PA og hefst kl. 23:30 að íslenskum tíma. Búist er við milli 6 og 7 þúsund áhorfendum á leikinn. Íslenska liðið er þannig skipað (4-5-1): Þóra í markinu, Íris og Guðlaug bakverðir, Erla H. og Ásta miðverðir. Á köntunum eru Dóra María og Margrét Lára, Laufey og Edda leika aftarlega á miðjunni, Erla Steinunn fyrir framan þær, og Olga fremst.