• mán. 27. sep. 2004
  • Landslið
  • Fréttir

Naumt tap gegn Bandaríkjunum

A landslið kvenna tapaði 3-4 gegn Bandaríkjunum í fyrri vináttuleik liðanna af tveimur, þegar liðin mættust í Rochester á laugardagskvöld. Bandaríska liðið komst þremur mörkum yfir, en okkar stúlkur jöfnuðu leikinn á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik með mörkum frá Erlu Steinunni Arnardóttir, Eddu Garðarsdóttur og Laufeyju Ólafsdóttur. Bandaríska liðið skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfr venjulegan leiktíma. Liðin mætast aftur á miðvikudag í Pittsburgh.