• lau. 25. sep. 2004
  • Landslið
  • Fréttir

U19 kvenna - Byrjunarlið Íslands gegn Sviss

U19 landslið kvenna mætir Sviss kl. 13:00 að íslenskum tíma í lokaleik sínum í undankeppni EM í dag, en leikið er í Dublin á Írlandi. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Íslands, hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn og er það þannig skipað (4-5-1): Sandra í markinu, Hallbera og Hafdís bakverðir, Regína og Guðrún Erla miðverðir. Á köntunum eru Greta Mjöll og Sandra Sif, Gunnhildur er öftust á miðjunni. Kolbrún og Lára eru inni á miðri miðjunni og Harpa er fremst.