• þri. 14. sep. 2004
  • Fræðsla

Mýrarknattspyrna

Um síðastliðna helgi var haldið Íslandsmót í Mýrarknattspyrnu á Ísafirði. Mýrarknattspyrna er fyrirbæri sem hefur verið iðkað í Finnlandi árum saman og nýtur nokkurra vinsælda, enda er haldið heimsmeistaramót í íþróttinni þar í landi ár hvert. Leikið er að mestu leyti eftir hefðbundnum knattspyrnureglum, en leikvöllurinn er talsvert minni og eins og gefur að skilja er undirlagið ekki hefðbundið. Á Ísafirði var lagður glænýr völlur fyrir þetta fyrsta Íslandsmót, en þar sem mýri var ekki til staðar var búið til drullusvæði í hæsta gæðaflokki. Fyrstu Íslandsmeistararnir í mýrarknattspyrnu eru liðsmenn Reynis frá Hnífsdal.